Fréttir

Samsung Galaxy S5 lendir í Samsungsetrinu

Nýjasta flaggskip Samsung í farsímum er að koma á markað. Samsung Galaxy S5 fylgir forverum sínum, vinsælustu símum síðustu ára með hefbundnu útliti en hressilega uppfærðu innihaldi. Frábær og ótrúlega skýr 5.1" skjár þar sem full háskerpuupplausn birtir allt efni enn betur en áður. Síminn kemur með Quad-Core 2.5GHz  örgjörva og 2GB vinnsluminni sem gerir honum kleyft að keyra öll forrit ásamt því að hægt er að vinna í mörgum öppum í einu. Innbyggt minni símans er 16Gb sem hægt er að stækka með micro-sd korti upp um allt að 128GB.
Einnig má nefna að síminn er ryk og rakavarinn og hann er merktur staðlinum IP-67
Myndavélin er einnig uppfærð með 16MP linsu sem er ein sú besta sem finnst í snjallsímum . Síminn getur tekið upp háskerpumyndbönd (UHD 4K). Hægt er að gera ótrúlegustu hluti með myndavélinni en það má skoða hluta af því betur hér .
Hér má sjá nánari upplýsingar um símann ásamt myndum.
Við vonumst til að afhenda fyrstu eintökin 11.apríl. Verðið verður 119.900 kr.