Samsung Ryksuga Róbot (Samsung VCR8855L3B)

Samsung Ryksuga Róbot

VCR8855L3B

Ryksuguhraði: 0,3 m/sek
Ryksuguárangur: 92%
Ryksugukerfi :3, Auto, Spot og Manual
Auka bursti: Já
Virtual Guard: Já, 2 stk. sk. lokuð svæði
Snertiskjár: Já,
Hljóðstyrkur: 73 dBA
Rykhólf: 0,5 lítrar, þarf ekki poka
Fjarstýring: Já
Hleðslutími: 60 mín.
Ryksugutími: 90 mín.
Útblástursfilter: Hepa
Mótorfilter: Foam
Þyngd: 4 kg.

Verð: 109.900,- kr

Tilboðsverð: 87.920,- krSamsung Navibot ryksugan kynnir nýjar víddir í sjálfvirkum þrifum. Samsung heldur áfram að sameina tækni og fágaða hönnun sem býður flottar lausnir við hversdagsleg verk. Navibot er gott dæmi um hvernig Samsung tvinnar saman tækni praktískum notagildum.

Einkaleyfi á bursakerfi

Samsung hefur hannað burstakerfi fyrir Navibot sem þeir hafa fengið einkaleyfi á. Langir snúnings hliðarburstar og breiður miðjubursti. Burstarnir eru sérstaklega góðir til að ná manns og gæludýrahárum. Ryk og rusl geymslan tekur 0,6 lítra og ryksugan er útbúin HEPA-filter.

Minna viðhald

Hönnun burstanna kemur í veg fyrir að hár og þræðir flækist í þeim

Virtual Guard TM

Virtual Guard™ Rafrænn vörður

Virtual Guard TM gefur þér tvo þægilega möguleika á að stoppa ryksuguna og þannig forða henni frá því að rekast á viðkvæma hluti. Þú virkjar Virtual Guard með einum hnappi og forðar henni td. við að keyra niður stiga.

Áreiðanleg og örugg þrif með skynjurum

Navibot er útbúin fjölmörgum skynjurum, einn þeirra gætir að þrepum (svo hún fari sér ekki að voða við framafakstur). Breiðir og mjúkir gúmmílistar koma í veg fyrir skemmdir og ummerki á húsgögnum og veggjum. Hún er einnig búin skynjara sem kemur í veg fyrir að hún flækist í leiðslum og kögri í mottum.

Innbyggð myndavél, Visionary Mapping™ System

NaviBot er útbúin myndavél sem tekur 30 myndir á sekúndu, hún myndar loftflötinn, með því býr hún svo til kort af húsinu (íbúðinni) og man þrifarútínu sína og veit hvar hún er staðsett í húsinu.